43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. mars 2015 kl. 08:35


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:35
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:35
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen boðuðu forföll. Helgi Hjörvar og Vigdís Hauksdóttir voru fjarverandi.Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 09:00 vegna annars nefndafundar.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:37
Fundargerðir 39., 40., 41. og 42. fundar voru samþykktar.

2) Þjónustusamningar Barnaverndarstofu og lok þeirra. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:38
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

3) Stjórnarráðið. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:40
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

4) Lánasjóður íslenskra námsmanna. Lánshæfi náms og þróun útlána. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:43
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að athuga hvenær vænta megi framlagningar frumvarps um endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992 (ný heildarlög).

5) Þjónusta við fatlaða. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:47
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

6) Frumvarp um gagnageymd. Kl. 08:53
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 09:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:08