1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. september 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05

Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar og Vigdís Hauksdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Kosning 1. varaformanns Kl. 09:05
Tillaga Brynjars Níelssonar um að Birgir Ármannsson yrði kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar var samþykkt.

2) Starfið framundan Kl. 09:10
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda og stöðu mála í nefndinni.

Samþykkt að ítreka erindi formanns til fjármála- og efnahagsráðuneytis í tengslum við svokallað Víglundarmál, þ.e. stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009, vegna ábendingar um að í þau gögn/upplýsingar sem ráðuneytið hefur þegar sent nefndinni vanti tilteknar upplýsingar/gögn.

3) Önnur mál Kl. 09:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20