45. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 15:15


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:15
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 15:48
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 15:15
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 15:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:15

Árni Páll Árnason, Elsa Lára Arnardóttir og Helgi Hjörvar voru fjarverandi.

Höskuldur Þórhallsson vék af fundi kl. 16:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Frestað.

2) Þjóðskrá Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 15:15
Á fundinn komu Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti, Sólveig Guðmundsdóttir og Jón Ingi Einarsson frá Þjóðskrá Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Formaður fór yfir efni skýrslunnar og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis á fund vegna málsins.

3) Skipulag og úrræði í fangelsismálum. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:00
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisenduskoðun.

Formaður fór yfir efni eftirfylgniskýrslunnar og gestir svöruðu spurningum um málið.

Samþykkt að umfjöllun sé lokið.

4) Vinnueftirlit ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:02
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Formaður fór yfir efni eftirfylgniskýrslunnar og gestir svöruðu spurningum um málið.

Samþykkt að umfjöllun sé lokið.

5) Mótvægisaðgerðir vegna samdráttar þorskveiðiheimilda árið 2007. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:03
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Formaður fór yfir efni eftirfylgniskýrslunnar og gestir svöruðu spurningum um málið.

Samþykkt að umfjöllun sé lokið.

6) Önnur mál Kl. 16:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:06