40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:02

Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Þorkelsdóttur, Stefán Erlendsson og Guðmund Val Guðmundsson frá Vegagerðinni.

Því næst mættu á fundinn Arnar Már Elíasson og Sigurður Árnason frá Byggðastofnun, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ réttindasamtökum.

Að lokum mættu Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins og Hilmar Gylfason frá Bændasamtökum Íslands.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin vinnslu málsins.

3) Önnur mál Kl. 10:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56