64. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 16:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 16:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 16:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 16:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 16:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 16:00
Elín Hirst (ElH), kl. 16:00
Róbert Marshall (RM), kl. 16:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 16:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 16:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 815. mál - kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra Kl. 16:00
Á fundinn komu fyrst Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigurbergur Björnsson og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins. Með þeim á fundinum var Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti.

Að lokinni kynningu frumvarpsins komu á fundinn Sigurjón Jónasson, Jón Ingi Jónsson og Halldóra Klara Valdimarsdóttir frá Félagi íslenskra flugumferðastjóra.

Þegar fulltrúar flugumferðastjóra höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Þorsteinn Víglundsson og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Elín Björn Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir frá BSRB, Halldór Grönvold og Halldór Oddsson frá ASÍ, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Björn Óli Hauksson, Sigurður Ólafsson og Karl Alvarsson frá Isavia.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Hrafnhildur Stefánsdóttir og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmenn.

Að gestakomum loknum lagði formaður fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins sem var afgreitt með atkvæðum fulltrúa meiri hlutans í nefndinni.

Að áliti meiri hluta standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH, VilÁ.
Að áliti minni hlutans standa: KaJúl, ÁH, SSv, RM.

2) Önnur mál Kl. 20:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:15