1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. desember 2017 kl. 15:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Störf nefndarinnar Kl. 15:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

2) 4. mál - mannvirki Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, William Frey Huntingdon-Williams og Hafstein Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Sigrúnu Karlsdóttur frá Veðurstofu Íslands.

Nefndin samþykkti að afgreiða málið úr nefnd og stóð einróma að nefndaráliti.

3) 5. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 15:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, William Frey Huntingdon-Williams og Hafstein Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Sigrúnu Karlsdóttur frá Veðurstofu Íslands.

Nefndin samþykkti að afgreiða málið úr nefnd og stóð einróma að nefndaráliti.

4) Önnur mál Kl. 16:40
Nefndin samþykkti að senda 11. þingmál (tekjustofnar sveitarfélaga - fasteignasjóður) til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

Fundi slitið kl. 16:46