42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:52 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:40
Fundargerðir 40. og 41. fundar samþykktar.

Hanna Katrín Friðriksson gerði eftirfarandi athugasemd við athugasemd Bergþórs Ólasonar í fundargerð 40. fundar:

Í gildi hefur verið samkomulag um að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi eigi þrjú formannssæti í fastanefndum Alþingis. Það samkomulag var brotið af meirihluta stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd með stuðningi tveggja nefndarmanna úr stjórnarminnihluta þegar sex nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu fulltrúa Miðflokks um að formennskan gengi til fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

2) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mættu Brynjólfur Jónsson og Jónatan Garðarsson frá Skógræktarfélagi Íslands og Einar E. Sæmundsen og Auður Sveinsdóttir frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Rakel Kristjánsdóttir og Axel Benediktsson frá Umhverfisstofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á endurskoðuðum reglum um þinglega meðferð EES-mála Kl. 10:47
Á fund nefndarinnar mætti Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis og kynnti endurskoðaðar reglur um þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 um stjórnun orkusambandsins og loftslagsgerða, sem breytir reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 663/2009 og (EB) 715/2009, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB, 98/70/EB, 2009/31/EB, 2009 Kl. 11:03
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Hugi Ólafsson og Helga Barðadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð (ESB) 2018/841 Evrópuþingsins og ráðsins um að fella losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun, breytingum á landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til 2030 og um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins Kl. 11:03
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Hugi Ólafsson og Helga Barðadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) 2018/842 Evrópuþingsins og ráðsins um bindandi, árlegan samdrátt aðildarríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 sem framlag til loftslagsaðgerða til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breyting Kl. 11:03
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Hugi Ólafsson og Helga Barðadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 542. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 11:56
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 11:57
Formaður tilkynnti að nefndarmönnum yrði boðið að sitja fund atvinnuveganefndar með sjávarútvegsráðherra þann 27. febrúar vegna ákvörðunar ráðherra um framhald hvalveiða.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:58