40. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. júní 2020 kl. 09:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:52
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1902. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Davíð Logi Sigurðsson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Lagt var fram minnisblaðið „Umræða um Ísland, Sádi-Arabíu og mennréttindaráðið í dönskum fjölmiðlum".

Gestirnir gerðu grein fyrir starfi Íslands í Mannréttindaráðinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staðan í Bandaríkjunum Kl. 09:59
Á fundinn komu Davíð Logi Sigurðsson og María Mjöll Jónsdóttir. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Alþjóðlegt samstarf vegna COVID-19 Kl. 10:20
Á fundinn komu Davíð Logi Sigurðsson og María Mjöll Jónsdóttir. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 716. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og Veturliði Þór Stefánsson frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18