3. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. október 2022 kl. 09:30


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:55
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30

Birgir Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Þorgerður K. Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1972. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Ástandið í Úkraínu Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Anna Hjartardóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir og Jóhann Þorvarðarson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 1. mgr. 24. gr. þingskaparlaga.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1157 frá 20. júní 2019 um að efla öryggi kennivottorða borgara Sambandsins og dvalarskjala sem gefin eru út til handa borgurum Sambandsins og aðstandendum þeirra sem nýta sér réttinn til frjálsrar farar Kl. 10:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Önnur mál Kl. 10:42


Fundi slitið kl. 10:45