6. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:46
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:35
Elín Anna Gísladóttir (EAG) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30

Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1975. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Starfsemi borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis Kl. 09:32
Gestir fundarins voru Anna Jóhannsdóttir, Helga Hrönn Karlsdóttir og Veturliði Þór Stefánsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu starfsemi borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 91. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 10:46
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) 86. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Kl. 10:49
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

5) 3. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið Kl. 10:49
Umfjöllun um málið var frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:50
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:00