33. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:17
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:18
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:18
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:18
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:18
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:18
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:18
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:01

Oddný Harðardóttir vék af fundi kl. 10:45 og kom Logi Einarsson þá á fundinn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1812. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) Kynning þróunarsamvinnuskrifstofu á deild atvinnulífs og svæðasamstarfs Kl. 09:17
Á fund nefndarinnar komu María Erla Marelsdóttir og Davíð Bjarnason frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu starf deildar atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Örn Indriðason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Matthías G. Pálsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu lokaskýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna veitingu undanþága til flutninga á hergögnum með borgaralegum loftförum á árunum 2008-2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 612. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn Kl. 11:26
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var valin framsögumaður málsins.

Að nefndaráliti stóðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Smári McCarthy og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 11:31
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:40