23. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Andrés Ingi Jónsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásmundur Friðriksson, Guðjón S. brjánsson og Anna Kolbrún Árnadóttir véku af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 17. til 22. fundar voru samþykktar.

2) Bráðalegudeild Landspítalans Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Páll Matthíasson og Anna Sigrún Baldursdóttir frá Landspítalanum. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá komu á fund nefndarinnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Birgir Jakobsson, Bryndís Þorvaldsdóttir, Elsa Friðfinnsdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Alma D. Möller, landlæknir, og Laura Scheving Thorsteinsson frá Embætti landlæknis. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið.

4) 266. mál - lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa Kl. 10:31
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu.
Andrés Ingi Jónsson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Ásmundur Friðriksson og Guðjón S. Brjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

5) 393. mál - þungunarrof Kl. 10:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með sex vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

6) 435. mál - ófrjósemisaðgerðir Kl. 10:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 15. janúar 2019. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:37