55. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:10


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:10
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir BirgJ, kl. 11:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 679. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 09:13
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti meiri hluta standa ÁI, JRG, LGeir, VBj með fyrirvara og MN.

2) 698. mál - greiðsluaðlögun einstaklinga Kl. 09:32
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Einar Pál Tamimi, formann kærunefndar greiðsluaðlögunarmála og Rún Knútsdóttur starfsmann kærunefndarinnar.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 10:07
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 3. umræðu og var það samþykkt. Að nefndaráliti meiri hluta standa ÁI, JRG, LGeir, SII, ÓÞ. UBK og GStein voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

4) 735. mál - atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um álið og fékk á sinn fund Þórey S. Þórðardóttur og Völu Þorsteinsdóttur frá Landssambandi lífeyrissjóða, Pál Halldórsson og Guðlaugu Kristjánsdóttur frá BHM, Gylfa Arnbjörnsson frá ASÍ, Elínu Björgu Jónsdóttur frá BSRB og Álfheiði M. Sívertsen frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir yfirgáfu fundinn kl. 11:24 og þá komu á fundinn Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræðum og Ingvar Þóroddsson og Kristín Siggeirsdóttur frá Samtökum stjórnar starfsendurhæfingarstöðva.

5) 734. mál - húsnæðismál Kl. 11:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Benedikt Sigurðarson og Guðlaugu Kristjánsdóttur frá Búseta norðurlandi og Berglindi Jónsdóttur og Guðlaugu Marín Valdimarsdóttur frá Fjármálaeftirlitinu. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 12:11
Fleira var ekki rætt.

KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
JRG fór af fundi kl. 9:50 og kom aftur kl. 10:50.
GStein fór af fundi kl, 11:57.
MT sat hluta fundarins sem áheyrnarfulltrúi í stað BirgJ.

Fundi slitið kl. 12:11