Samantekt um þingmál

Lögheimili og aðsetur

345. mál á 148. löggjafarþingi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Markmið

Að stuðla að réttri skráningu lögheimilis og aðseturs einstaklinga á hverjum tíma og tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að lögfest sé sú regla að ekki sé heimilt að eiga lögheimili á Íslandi og erlendis á sama tíma. Enn fremur er lagt til að námsmenn, á meðan þeir eru í námi, geti haft búsetu eða aðsetur á öðrum stað en lögheimili þeirra er skráð. Að auki er gert ráð fyrir að heimildir til að skrá lögheimili sitt á öðrum stöðum séu rýmkaðar. Lagt er til að hjónum verði heimilað að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum staðnum og að einstaklingum og heimilismönnum hans í þjóðskrá verði heimilað að dylja lögheimili sitt ef þurfa þykir.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um lögheimili, nr. 21/1990, og lög um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1952.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir verulegum útgjöldum fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með fáeinum breytingum, m.a. þeirri að lögheimili einstaklings skuli miðast við það sveitarfélag þar sem hann hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl. 

Aðrar upplýsingar

Þjóðskrá Íslands

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk

Bekendtgørelse af lov om Det Centrale Personregister  LOV nr 646 af 02/06/2017.

Finnland

Lag om hemkommun  11.3.1994/201.

Noregur

Lov om folkeregistrering (folkeregisterloven)  LOV-2016-12-09-88.

Svíþjóð

Folkbokföringslag  (1991:481).



Síðast breytt 11.04.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.